ALHLIÐA ÞJÓNUSTA Á EINUM STAÐ!

Í júní árið 2014 stofnuðu hjónin Brynjar Harðarson og Rut Hilmarsdóttir fyrirtækið L-7 ehf. Tilgangurinn var tvíþættur. Annars vegar rekstur tískuvöruverslunarinnar Siglósport og hins vegar uppsetning innréttinga en ýmis konar alhliða bygginga- og verktakastarfsemi bættist síðan við.
Í stjórn sitja þau hjón, Rut og Brynjar og hafa gert frá upphafi.
Brynjar Harðarson er byggingameistari og Rut Hilmarsdóttir er verslunarstjóri.


 

Um miðjan júlí 2014 tóku þau hjón við rekstri tískuvöruverslunarinnar Siglósport og hafa byggt hana upp með bættri þjónustu og aukinni vörubreydd. Með bættri þjónustu má til að mynda nefna merkingu á fatnaði fyrir einstaklinga og fyrirtæki ásamt því að bjóða upp á árstíðabundnar vörur.

Fljótlega eftir það fóru þau af stað með verktakahluta fyrirtækisins en upphaflega notuðu þau bílskúr við heimili þeirra að Lækjargötu 7 sem verkstæði. Þaðan er nafn fyrirtækisins komið. Í fyrstu var Brynjar eini starfsmaður verktakahlutans en verkefnin jukust ört og það kallaði á fleira starfsfólk. Fljótlega varð bílskúrinn alltof lítill og árið 2016 keypti L-7 stærra húsnæði og flutti þangað. Það var í gömlu húsi sem upphaflega var byggt 1976 sem trésmíðaverkstæði, en hafði hýst margskonar starfsemi í mörg ár, t.d. fiskvinnslu, og var mjög farið að láta á sjá. Áfram uxu verkefnin og starfsmönnum fjölgaði sem kallaði enn og aftur eftir stærra og betra húsnæði en starfsmenn eru núna 24 talsins, trésmiðir, píparar, múrarar, málarar, lærlingar og fjármála- og mannauðsstjóri.
Í nóvember 2021 fluttist starfsemin í stærra og betra húsnæði að Vesturtanga 1-5 sem er vel útbúið með skrifstofum, góðu kaffirými og aðstöðu fyrir smíðaverkstæði, pípara, múrara og málara.

L-7 verktakar er alhliða byggingaverktakafyrirtæki sem þjónustar bæði, fyrirtæki og einstaklinga í stærri sem og smærri verkefnum. En meðal annars má nefna nokkur stór verkefni sem að L-7 hefur tekið að sér eru breytingar á sjúkrahúsinu á Siglufirði, breytingar á Ráðhúsinu á Siglufirði, uppbygging hótels, utanhússklæðningar og alhliða endurbætur innanhúss.


 

L-7 verktakar eru til húsa að Vesturtanga 1-5, Siglufirði.


 

Starfsmenn

Brynjar Harðarson

Eigandi/Framkvæmdastjóri
Sími: 869-8483
Netfang: brynjar@l7.is

Rut Hilmarsdóttir

Eigandi/Verslunarstjóri Siglósport
Sími: 866-1979
Netfang: rut@siglosport.is

Guðný Kristinsdóttir

Fjármála- og mannauðsstjóri
Sími: 698-1714
Netfang: gudny@l7.is

Andrew Perrett

Verkstjóri
Sími: 832-6800
Netfang: andy@l7.is

Eyjólfur Bragi Guðmundsson

Pípulagningameistari
Sími: 868-5455
Netfang: eyjo@l7.is

Grétar Örn Sveinsson

Verkstæðisformaður
Sími: 891-6399
Netfang: gretar@l7.is

Þorgeir Bjarnason

Málarameistari
Sími: 861-5980
Netfang: doddi@l7.is

Baldvin Kárason

Halldóra Jörgensen

Jakub Wlódarek

Jaroslaw Pekala

Jón Óskar Andrésson

Kashif Mehmood

Kolbeinn Engilbertsson

Mateusz Golojuch

Matias Carballal Salazar

Michal Daniel Gruba

Patrekur Þórarinsson

Piotr Plichta

Skarphéðinn Sigurðsson

Sturlaugur Fannar Þorsteinsson

Valerijs Piskunovs